Aldrei verið óskamótherjar

Jim Gottfridsson er einn besti leikmaður heims í dag.
Jim Gottfridsson er einn besti leikmaður heims í dag. AFP/Adam Ihse

Svíar hafa aldrei verið neinir óskamótherjar Íslendinga á stórmótum í handbolta. Þjóðirnar hafa mæst 15 sinnum á stóru mótunum þremur, lokakeppni HM, EM og Ólympíuleikum, og Svíar hafa unnið tólf af þessum leikjum, oftast á mjög öruggan hátt.

Engin furða að talað hafi verið um „Svíagrýlu“ í þessu sambandi, sérstaklega eftir níu sænska sigra í röð í viðureignum þjóðanna á stórmótum frá 1984 til 2008.

Íslensku sigrarnir þrír hafa hins vegar allir verið sögulegir og sá fyrsti, 12:10 í Bratislava á HM í Tékkóslóvakíu, átti þátt í að koma Íslandi á heimskortið í handboltanum. Þar var Ingólfur Óskarsson í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu ásamt Hjalta Einarssyni í markinu og skoraði fimm mörk.

Annar sigurinn kom ekki fyrr en á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og þar skoraði tvítugur Aron Pálmarsson níu mörkí afar sætum sigri, 33:32.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert