Lítið gaman að mjúkri siglingu alla leið

Frá viðureign Bjarnarsins og Esjunnar í vetur.
Frá viðureign Bjarnarsins og Esjunnar í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Lið Bjarnarins úr Grafarvogi er í 3. sæti Hertz-deildar karla í íshokkí þegar komið er inn í nýtt ár.

Liðið á enn von um að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn en er talsvert á eftir Íslandsmeisturum Esju og hinu sigursæla liði Skautafélags Akureyrar. Björninn er með 25 stig eftir 16 leiki en Esja með 36 stig eftir 17 leiki og SA 35 eftir 15 leiki. Í kvöld tekur Björninn á móti Esju í Egilshöllinni og þarf á sigri að halda til að hleypa spennu í baráttuna um sætin í úrslitakeppninni.

Lið Bjarnarins er ágætlega mannað eins og í fyrravetur en eins og þá hefur liðið verið skrefinu á eftir hinum tveimur í stigasöfnun. Esja og SA hafa leikið til úrslita síðustu tvö ár en SA sigraði 2016 og dæmið snerist við í fyrra. Björninn komst síðast í úrslitarimmuna um titilinn árið 2014 en tapaði þá fyrir SA.

„Ég er ekki maður sem spáir of mikið í tölur í íþróttunum eða hversu mörg stig eru í pottinum. Mótið er ekki búið fyrr en það er búið. Akureyringarnir hafa sýnt oft og mörgum sinnum að ekki er útséð með hver kemst í úrslit eða hver verður meistari fyrr en það er formlega í höfn. Við eigum alla vega leik til góða á Esju og þar sem gefin eru þrjú stig fyrir sigur þá er bilið á milli liðanna ekki þannig að staðan sé vonlaus,“ sagði Birkir Árnason, fyrirliði Bjarnarins, þegar Morgunblaðið spjallaði við hann.

Sjá ítarlega umfjöllun um lið Bjarnarins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert