Saga í sænsku 1. deildina

Saga Margrét Sigurðardóttir Blöndal var valin besti varnarmaður Hertz-deildarinnar í …
Saga Margrét Sigurðardóttir Blöndal var valin besti varnarmaður Hertz-deildarinnar í íshokkí á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Saga Margrét Sigurðardóttir Blöndal, varnarmaður hjá Skautafélagi Akureyrar, er gengin til liðs við Troja Dam, sem leikur í sænsku 1. deildinni í íshokkí.

Saga er aðeins 15 ára og heldur upp á 16 ára afmælisdaginn sinn í september. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson greindi frá á Facebook-síðu sinni. 

Þjálfarinn Johan Lindh segir á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið eftir Sögu á HM fullorðinna fyrr á árinu og bætir við að hún væri að blanda sér í baráttu um sæti í 18 ára landsliði Svía, væri hún sænsk. 

Saga er dóttir Guðrúnar Kristínar Blöndal og Sigurðar Sigurðssonar, sem eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í íshokkí með liðum SA. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert