Stórsigur SA í fjórtán marka leik

Baltasar Hjálmarsson skoraði tvö marka SA.
Baltasar Hjálmarsson skoraði tvö marka SA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA tók á móti Fjölni í úrvalsdeild karla í íshokkíi, Hertz-deildinni, í skautahöll Akureyrar í kvöld og hafði betur, 10:4, í bráðfjörugum leik.

Staðan að lokinni fyrstu lotu var 4:2, SA í vil og juku Akureyringar forystuna í 6:3 áður en önnur lota var úti.

Í þriðju og síðust lotu gekk SA svo á lagið og bætti við fjórum mörkum gegn einu marki Fjölnis.

Niðurstaðan því öruggur sex marka sigur SA.

Baltasar Hjálmarsson skoraði tvö mörk fyrir SA en auk hans komust þeir Jóhann Leifsson, Matthías Stefánsson, Andri Mikaelsson, Hafþór Sigrúnarson, Róbert Hafberg, Gunnar Arason og Björn Jakobsson á blað.

Emil Alengaard skoraði tvö marka Fjölnis og Kyle McCann og Viggó Hlynsson skoruðu einnig.

SA er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 27 stig, 13 stigum fyrir ofan SR í öðru sæti. Fjölnir rekur svo lestina með 4 stig.

mbl.is