Óðinn leikur með Ulriken Eagles

Körfuknattleiksmaðurinn Óðinn Ásgeirsson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Ulriken Eagles um að leika með liðinu á komandi vetri samhliða því að stunda háskólanám í Bergen. Óðinn, sem er 24 ára gamall, lék með KR-ingum á síðustu leiktíð en fram að því hefur hann leikið allan sinn feril með Þór á Akureyri og þá hefur hann leikið nokkra leiki með íslenska landsliðinu á undanförnum árum.

Óðinn hyggst stunda nám í Noregi í eitt ár og ganga svo að nýju í raðir Þórsara og styðja við bakið á sínu gamla félagi sem hefur sett stefnuna á ný á meðal þeirra bestu.

Ulriken Eagles er eitt sterkasta félagsliðið í Noregi og hefur unnið meistaratitilinn þar í landi í fimm skipti á síðastliðnum sex árum.

"Ég er ekki að koma til Ulriken peninganna vegna. Ég er kominn til Bergen til þess að læra og spila körfubolta í leiðinni. Ég hlakka til að spila í Noregi og fyrir framan marga áhorfendur," sagði Óðinn í samtali við norska blaðið Bergens Avisen í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert