San Antonio Spurs ósigraðir heima

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs og Tony Parker, leikmaður ...
Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs og Tony Parker, leikmaður liðsins. AFP

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik vestanhafs í nótt sem leið.

Golden State Warriors heldur áfram á sigurbraut og ótrúlegur árangur San Antonio Spurs á heimavelli heldur áfram. 

Golden State Warriors sem lagði Portland að velli í nótt hefur nú unnið 34 leiki á tímabilinu í vetur. 

Klay Thompson skoraði 36 stig fyrir Golden State, en Damian Lillard bætti um betur fyrir Portland og gerði 40 stig.

San Antonio Spurs vann 22. heimaleik sinn í röð í nótt þegar liðið bar sigurorð af New York Knicks. 

Úrslit næturinnar urðu eftirfarandi:

Washington - Toronto 88:97
Brooklyn - Orlando 77:83
Memphis - Denver 91:84
Minnesota - Clevland 99:125
New Orleans - Indiana 86:91
Milwaukee - Dallas 96:95
San Antonio - New York 100:99
Phoenix - Miami 95:103
Portland - Golden State 108:128
LA Lakers - Oklahoma 113:117

       
mbl.is