Haukur Helgi í frönsku A-deildina

Haukur Helgi Pálsson er farinn til Chlotet Basket.
Haukur Helgi Pálsson er farinn til Chlotet Basket. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Körfuknattleiksmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er genginn í raðir franska A-deildarfélagsins Cholet Basket, en hann kemur til félagsins frá Rouen, sem leikur í B-deildinni þar í landi. Haukur skoraði 12,3 stig, tók 4,7 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili. 

Cholet Basket hafnaði í 11. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. 

mbl.is