Tveir nýliðar í landsliðshópnum

Sóllilja Bjarnadóttir er nýliði.
Sóllilja Bjarnadóttir er nýliði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur valið 13 leikmenn til þess að taka þátt í æfingamóti í Lúxemborg dagana 27.-29. desember. Í hópnum eru tveir nýliðar.

Það eru þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir sem leika báðar með Breiðabliki. Ísland mætir Lúxemborg og U20 ára landsliði Hollands, en liðið fer út 27. desember og kemur heim 30. desember.

Leikmannahópurinn er sem hér segir, en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir þurfti að hætta við þátttöku vegna meiðsla.

Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli
Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Val
Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
Guðbjörg Sverrisdóttir, Val
Helena Sverrisdóttir, Haukum
Hildur Björg Kjartansdóttir, Legonés á Spáni
Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni
Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholm í Danmörku
Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum

Isabella Ósk Sigurðardóttir er nýliði í landsliðinu.
Isabella Ósk Sigurðardóttir er nýliði í landsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert