Ingvi skoraði síðustu 13 stig Þórs

Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Þórs Akureyrar, var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Þórsarar sigruðu Keflavík í leik liðanna í Dominos-deild karla í kvöld.

Óvæntur sigur segja líkast til flestir og miðað við stöðu liðanna í deildinni þá  var vissulega búist við sigri Keflavíkur gegn Þór.

En Ingvi Rafn og félagar hans hjá Þór börðust vel og unnu fyrir sigrinum. Ingvi Rafn leiddi sína menn á lokakaflanum og skoraði síðustu 13 stig liðsins í sigrinum í kvöld.

Ingvi Rafn Ingvarsson var lykillinn að því að Þór Akureyri ...
Ingvi Rafn Ingvarsson var lykillinn að því að Þór Akureyri landaði sigri gegn Keflavík í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is