„Er að dýfa tánni í laugina“

Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nafnið mitt er komið inn í pottinn og með þessu erum við að reyna að fá athygli frá NBA-liðunum. Það má kannski orða þetta þannig að maður sé að dýfa tánni ofan í laugina,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason í samtali við mbl.is en búið er að senda nafn hans inn fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sem verður í júní.

„Þegar nafnið er komið inn í pottinn þurfa liðin að skoða leikmanninn og ég fæ þá að vita hvað ég þurfi að bæta í leik mínum og það er mjög gott. Ég og umboðsmaðurinn höfðum samband við Valencia varðandi þessi mál og félagið samþykkti þetta,“ sagði hinn 21 árs gamli Tryggvi Snær, sem gekk í raðir spænska liðsins Valencia frá Þór Akureyri í fyrra. Tryggvi, sem er 2,16 metrar á hæð, gerði svokallaðan 2+2 samning við félagið sem þýðir að hann skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára.

Spurður hvort hann geri sér vonir um að komast í NBA-deildina í sumar sagði Tryggi Snær:

„Ég geri mér í raun litla grein fyrir því. Ég og umboðsmaðurinn ákváðum að senda nafn mitt inn og þá aðallega til að fá einhver svör um það í hvaða þáttum ég þarf að bæta mig í,“ sagði landsliðsmiðherjinn við mbl.is en hann sló í gegn með U-20 ára landsliðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins í Grikklandi í fyrra og var valinn í úrvalslið mótsins.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla