Eiginkona Popovich látin

Gregg Popovich og Tony Parker fara yfir málin.
Gregg Popovich og Tony Parker fara yfir málin. AFP

Goðsögnin Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, missti eiginkonu sína í gær en félagið greindi frá andlátinu í fréttatilkynningu. Popovich var sjálfur staddur í Kaliforníu þar sem lið hans bjó sig undir leik gegn meisturunum í Golden State Warriors í úrslitakeppni NBA. 

Voru þau gift í fjóra áratugi og eignuðust tvö börn. Í tilkynningu frá félaginu kom ekki fram hvernig andlátið bar að en fjölmiðlar eru beðnir um að virða einkalíf þjálfarans og fjölskyldu hans. 

Popovich er í hópi sigursælustu þjálfara í sögu NBA og hefur fimm sinnum gert lið San Antonio að meisturum. 

mbl.is