Denver og Dallas skoða Tryggva Snæ

Það er nóg að gera hjá Tryggva Snæ Hlinasyni þessa …
Það er nóg að gera hjá Tryggva Snæ Hlinasyni þessa dagana en hann æfði með Denver Nuggets í gær og mun æfa með Dallas Mavericks í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það styttist í nýliðaval bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik en það fer fram 21. júní næstkomandi. Tryggvi Snær Hlinason er skráður til leiks í nýliðavalinu í ár en hann æfði með Denver Nuggets í gær. 

Hann mun æfa með Dallas Mavericks í dag og hann æfði einnig með með Phoenix Suns í vikunni. Liðin í deildinni eru nú á fullu við að skoða þá leikmenn sem standa til boða í nýliðavalinu en Tryggvi er sterklega orðaður við bæði Phoenix og Brooklyn Nets.

Fari svo að Tryggvi verði valinn verður hann annar Íslendingurinn til þess að verða valinn í nýliðavalinu. Hinn er Pétur Guðmundsson sem var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins árið 1981. Hann spilaði með Portland Trail Blazers og þá spilaði hann einnig með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á ferlinum.

Jón Arnór Stefánsson var einnig á mála hjá Dallas Mavericks en hann spilaði aldrei deildarleik með liðinu árið 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert