Væntanlegir mótherjar Íslands fá ekki vegabréfsáritun

Leikmenn U16 liðs Ísland sem keppa í Bosníu.
Leikmenn U16 liðs Ísland sem keppa í Bosníu. Ljósmynd/KKÍ

Væntanlegir mótherjar íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, skipuðu leikmönnum 16 ára og yngri í B-deild Evrópumeistaramótsins í Sarajevo í Bosníu fá ekki vegabréfsáritun og gætu misst af mótinu.

Drengjalið Kosovo er í hættu á að missa af keppninni sem hefst á morgun og stendur næstu níu daga í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, þar sem gestgjafarnir hafa ekki gefið leikmönnum Kosovo vegabréfsáritun vegna þess að landið er ekki innan Evrópusambandsins.

Í tilkynningu frá körfuknattleikssambandi Kosovo segir að þessi ákvörðun Bosníu sé einungis pólitísk og að sambandið hafi skilað öllum nauðsynlegum gögnum í tæka tíð. Leikmenn liðsins hafa undirbúið sig fyrir keppnina í marga mánuði og eiga að mæta heimamönnum í Bosníu á morgun í fyrsta leik.

Ísland leikur í B-riðli og hefur einnig keppni á morgun, gegn Finnum. Kosovo er í D-riðli og gætu liðin hæglega mæst á síðari stigum mótsins, þ.e. ef lið Kosovo fær að taka þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert