Meistararnir fá liðsstyrk frá Litháen

Akvile Baronenaite, til hægri á mynd, leikur með Haukum í …
Akvile Baronenaite, til hægri á mynd, leikur með Haukum í vetur.

Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta kvenna hafa fengið til sín liðsstyrk frá Litháen fyrir átökin á komandi keppnistímabili.

Haukar hafa samið við Akvile Baronenaite um að spila með liðinu í vetur. Hún er 182 sentimetrar að hæð, frá Litháen og fædd árið 1993. Hún hefur lengst af spilað með Hoptrans Sirenos í heimalandinu og einnig spilað með U16, U18 og U20 landsliðum þessarar miklu körfuboltaþjóðar.

Haukar hafa einnig fengið til sín Bríeti Lilju Sigurðardóttur frá Skallagrími og Evu Margréti Kristjánsdóttur sem snýr aftur eftir hlé frá körfubolta. Íslandsmeistaraliðið hefur hins vegar misst besta leikmann deildarinnar, Helenu Sverrisdóttur, sem fór til Cegled í Ungverjalandi. Þær Dýrfinna Arnardóttir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir hafa einnig yfirgefið liðið, samkvæmt frétt karfan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert