Bakvörður ársins í Finnlandi í KR

KR fagnar sæti í efstu deild.
KR fagnar sæti í efstu deild. mbl.is/ValgardurGislason

Körfuknattleiksdeild KR samdi í dag við Ki­ana Johnson og mun hún leika með liðinu á komandi leiktíð. KR tryggði sér sæti í efstu deild með sannfærandi hætti á síðustu leiktíð og leikur því í úrvalsdeildinni í vetur. 

Johnson kemur frá Honka í efstu deild Finnlands. Hún skoraði 17,4 stig, tók 6,7 fráköst og gaf 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Hún var að lokum valin í úrvalslið deildarinnar og hlaut nafnbótina bakvörður ársins. 

Karfan.is greindi frá í dag. 

mbl.is