Tveir sendir heim frá Keflavík

Michael Craion mun leika með Keflvíkingum í vetur.
Michael Craion mun leika með Keflvíkingum í vetur. mbl.is/Ómar

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda Bandaríkjamanninn Milton Jennins og Búlgarann Georgi Boyanov heim og munu þeir ekki spila með liðinu á komandi leiktíð. Þetta kemur fram í frétt á karfan.is.

Leikmennirnir þóttu ekki standa undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar og fá þeir ekki samning við Suðurnesjaliðið.

Bandaríkjamaðurinn Michael Craion verður hins vegar leikmaður Keflvíkinga en hann gekk í raðir félagsins í síðustu viku. Crai­on þekk­ir vel til Íslands og Kefla­vík­ur, en hann lék með liðinu 2012-2014 og þaðan fór hann til KR þar sem hann lék til árs­ins 2016 og var tvisvar Íslands­meist­ari. Var hann val­inn besti er­lendi leikmaður­inn þris­var á fjór­um tíma­bil­um hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert