Haukur spilaði í tapi í fyrsta leik

Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar hans í Nanterre byrja tímabilið …
Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar hans í Nanterre byrja tímabilið í Frakklandi á tapi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukur Helgi Pálsson spilaði í 12. mínútur og skoraði 2 stig fyrir Nanterre sem tapaði á útivelli fyrir Gravelines-Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld, 84:80. Þetta var fyrsti deildarleikur Hauks fyrir sitt nýja félag en hann gekk til liðs við Nanterre frá Cholet í sumar.

Bæði stig Hauks í leiknum komu af vítalínunni en staðan í hálfleik var 45:40, Graveline-Dunkerque í vil. Slæmur þriðji leikhluti kostaði Nanterre sigurinn en þeir töpuðu leikhlutanum 22:11. Nanterre byrjar því tímabilið í Frakklandi á tapi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert