Keflvíkingar lögðu meistarana að velli

Regee Dupree var sterkur hjá Keflavík á lokakaflanum.
Regee Dupree var sterkur hjá Keflavík á lokakaflanum. Ljósmynd/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Keflavík vann í kvöld glæsilegan 85:79-sigur á Íslandsmeisturum KR í 2. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi allt til leiksloka, en góð spilamennska Reggie Dupree undir lokin tryggði Keflvíkingum sigur. 

KR var með 28:24-forystu eftir fyrsta leikhlutann en góður 2. leikhluti skilaði Keflvíkingum forystu í hálfleik, 45:42, og munaði aðeins tveimur stigum á liðinu fyrir lokaleikhlutann þar sem Keflavík var sterkari aðilinn. 

Michael Craion skoraði 27 stig fyrir Keflavík og Dupree bætti við 19 stigum. Hjá KR var Julien Boyd stigahæstur með 31 stig og þeir Sigurður Þorvaldsson og Jón Arnór Stefánsson bættu við 13 stigum. 

Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert