KKÍ framlengir samstarf sitt við Lykil

Hannes S. Jónasson og Herbert Arnarson undirrita nýjan samning í …
Hannes S. Jónasson og Herbert Arnarson undirrita nýjan samning í Egilshöllinni í dag. Ljósmynd/KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands framlengdi í dag samstarf sitt við Lykil til næstu tveggja ára en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem KKÍ sendi frá sér en Lykill hefur verið samstarfsaðili KKÍ síðustu ár.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Herbert Arnarson, lánastjóri Lykils, undirrituðu nýjan samningin á æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Egilshöllinni en íslenska kvennalandsliðið mætir Slóvakíu og Bosníu í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2019 dagana 17. og 21. nóvember næstkomandi í Laugardalshöllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert