Ekki hættur þótt hann sé hættur

Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms í Dominos-deild karla í körfuknattleik, virtist vera nokkuð sáttur með leik sinna manna eftir leik gegn Njarðvíkingum í kvöld.

Þrátt fyrir tæplega þrjátíu stiga tap bar Finnur sig vel og sagði dagskipun sinna manna hafa verið að njóta sín og spila körfuknattleik. Sú skipun gekk vel þangað til þreyta fór að draga af leikmönnum og firnasterkt lið Njarðvíkinga stakk af.

Finnur staðfesti í viðtalinu að nú komi hann til með að stíga til hliðar sem þjálfari Skallagríms en hvað tæki við næst hjá honum ætti eftir að koma í ljós. Hann væri alls ekki hættur í þjálfun. 

mbl.is