Njarðvík endar í öðru sæti og mætir ÍR

Kristinn Pálsson Njarðvíkingur með boltann í leiknum í kvöld.
Kristinn Pálsson Njarðvíkingur með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar luku Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld með skyldusigri gegn föllnu liði Skallagríms, 113:84, og það kemur í þeirra hlut að mæta ÍR í átta liða úrslitunum.

Leikurinn var kannski ekki mikið fyrir augað þótt mikið hafi verið skorað. Njarðvíkingar voru með 10 stiga forystu í hálfleik. Það var fátt um fína drætti svo sem í þessum leik og einkenndist leikurinn af því að Skallagrímsmenn nutu þess að spila sínar síðustu mínútur í Dominos-deildinni þangað til þreytan fór að segja til sín. Þá rifu Njarðvíkingar sig frá og sigruðu nokkuð örugglega. 

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur Njarðvíkinga með 27 stig og næstur honum kom Kristinn Pálsson með 16 stig, en Kristinn átti einkar góðan leik. Bjarni Guðmann Jónsson var stigahæstur Skallagrímsmanna með 27 stig. 

<h2>Njarðvík - Skallagrímur 113:84</h2><div>Ljónagryfjan, Úrvalsdeild karla, 14. mars 2019.</div>

Gangur leiksins:: 10:8, 18:13, 24:19,<span> </span><strong>36:27</strong>, 44:30, 46:37, 53:46,<span> </span><strong>62:52</strong>, 70:59, 78:63, 89:71,<span> </span><strong>94:71</strong>, 101:71, 104:74, 107:78,<span> </span><strong>113:84</strong>.

<strong>Njarðvík</strong>: Elvar Már Friðriksson 27/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 16, Eric Katenda 14/7 fráköst, Logi Gunnarsson 11/5 fráköst, Jeb Ivey 10, Snjólfur Marel Stefánsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 6/9 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6/9 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 6/6 fráköst/9 stoðsendingar, Mario Matasovic 4/5 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 3.

<strong>Fráköst</strong>: 33 í vörn, 15 í sókn.

<strong>Skallagrímur</strong>: Bjarni Guðmann Jónson 27, Aundre Jackson 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Matej Buovac 15/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/15 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Örn Ómarsson 7, Gabríel Sindri Möller 6.

<strong>Fráköst</strong>: 33 í vörn, 4 í sókn.

<strong>Dómarar</strong>: Jóhann Guðmundsson, Aron Rúnarsson, Sigurður Jónsson.

<strong>Áhorfendur</strong>: 176

Njarðvík 113:84 Skallagrímur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert