Skrúfuðum fyrir þá og sluppum

Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkinga sagði það ekki hafa verið tiltökumál að gíra liðið upp í leik kvöldsins gegn Skallagrími í Dominos-deild karla í körfuknattleik þar sem möguleiki á deildarmeistaratitli var í húfi. 

Njarðvík vann 113:84 en það dugði aðeins til þess að lenda í öðru sæti þar sem Stjarnan sigraði Hauka. Njarðvíkingar mæta því ÍR í átta liða úrslitunum.

Logi sagði að sér hefði samt sem áður fundist liðið ekki spila vel framan af leiknum og að Skallagrímur hafi skorað of mikið af stigum. Logi sagði að hans menn hefðu skrúfað fyrir það og að sigurinn hafi sloppið fyrir horn. Loga líst vel á komandi úrslitakeppni og fyrstu andstæðinga sína þar, ÍR-inga. Logi sagði að sama hvort það hafi orðið ÍR eða Grindavík þá væri alltaf um að ræða erfiðan andstæðing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert