Njarðvíkingar tóku forystu gegn ÍR

Mario Matasovic skorar fyrir Njarðvík í kvöld.
Mario Matasovic skorar fyrir Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar tóku forystu í einvíginu gegn ÍR í kvöld í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfubolta þegar þeir sigruðu í hörkuleik 76:71 á heimavelli. Njarðvíkingar leiddu með 4 stigum í hálfleik.

Framan af var ÍR að spila betur ef eitthvað og Njarðvíkingar í mesta basli með svæðisvörn sem ÍR hafði sett í fyrir þennan leik. Það var fyrir tilstilli Loga Gunnarssonar sem kom af bekknum fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik og skaut þeim inn í leikinn þegar verst lét fyrir heimamenn. 

Undir lok þriðja leikhluta var svo Kevin Capers sendur í sturtu fyrir að slá hendi í Jón Arnór Sverrisson, og líklegt að hann verði í banni í næsta leik. 

En sterkur sigur fyrir Njarðvíkinga sem voru í raun alls ekkert að spila svo vel í kvöld. ÍR fer nú heim í Breiðholtið og reynir að verja heimavöllinn sinn í næsta leik liðanna sem er næstkomandi sunnudag. 

Njarðvík - ÍR 76:71

Ljónagryfjan, Úrvalsdeild karla, 21. mars 2019.

Gangur leiksins:: 0:2, 4:6, 9:12, 13:15, 15:21, 23:23, 27:30, 37:34, 46:36, 51:47, 56:51, 58:56, 60:58, 69:60, 71:67, 76:71.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 15, Maciek Stanislav Baginski 13, Jeb Ivey 12, Eric Katenda 10/8 fráköst, Mario Matasovic 9/8 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 1.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

ÍR: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/10 fráköst, Kevin Capers 15, Gerald Robinson 14/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 8/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 325

Njarðvík 76:71 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is