Meistararnir í góðum málum

Kevin Durant treður boltanum ofan í körfuna.
Kevin Durant treður boltanum ofan í körfuna. AFP

Meistararnir í Golden State Warriors og Toronto Raptors eru í góðum málum í einvígjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.

Í Vesturdeildinni er Golden State komið í 3:1 á móti LA Clippers eftir sigur í nótt 110:106. Kevin Durant skoraði 33 stig fyrir Golden Stete og Klay Thompson var með 32. Stórstjarnan Stephen Curry náði sér hins vegar ekki á strik en hann hitti aðeins úr þremur af 14 skotum sínum innan teigs og aðeins úr einu af 9 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 12 stig. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur í liði Clippers með 25 stig.

Toronto Raptors er komið í 3:1 yfir í rimmunni gegn Orlando Magic eftir sigur í nótt 107:85. Kawhi Leonard var öflugur í liði Toronto en hann skoraði 34 stig og þeir Pascal Siakam og Norman Powell voru með 16 stig hvor. Aaron Gordon var atkvæðamestur í liði Orlando með 25 stig.

mbl.is