„Hef sjaldan séð svona hittni“

Jón Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, sagði leikmenn sína ekki hafa verið nægilega skynsamar á lokaspretti leiksins þegar þær töpuðu annari viðureign sinni í röð gegn Val í úrslitarimmu Íslandsmótsins.

Keflavíkurkonur standa nú í þeim sporum að þurfa að vinna þrjá leiki í röð gegn fyrnasterku liði Vals til að eiga möguleika á titlinum.  Jón sagði að hittni leikmanna í kvöld hafi verið hreint út sagt ótrúlega en á endanum hafi það verið leikmenn Vals sem settu niður stóru skotin þegar virkilega á þurfti að halda.

Jón var nokkuð viss í sinni sök þegar hann var spurður um næsta leik liðanna, þar ætlar Jón að sækja sigur og koma einvíginu aftur til Keflavíkur. 

Jón Guðmundsson.
Jón Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is