Bræðurnir og Brynjar í KR

Brynjar Þór Björnsson er kominn aftur til KR.
Brynjar Þór Björnsson er kominn aftur til KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik fengu í dag gríðarlegan liðsstyrk þegar bræðurnir Jakob Örn og Matthías Sigurðarsynir ásamt Brynjari Þór Björnssyni skrifuðu undir samning við Vesturbæjarliðið. Matthías og Brynjar gera tveggja ára samning en samningur Jakobs er til eins árs.

Jakob Örn hefur spilað sem atvinnumaður mörg undanfarin ár en hann lék með KR frá 1998-200 og aftur 2009 og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu. Jakob, sem er 37 ára gamall, hefur spilað með Borås í Svíþjóð frá 2015 en þar áður lék hann með Sundsvall.

Matthías Orri Sigurðarson í leik gegn KR-ingum.
Matthías Orri Sigurðarson í leik gegn KR-ingum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matthías kemur til KR frá ÍR, sem hann hefur leikið með undanfarin, ár og hefur verið lykilmaður í Breiðholtsliðinu sem tapaði fyrir KR í úrslitaeinvíginu á móti KR í vor. Matthías lék á yngri árum með KR-ingum

Brynjar Þór snýr aftur til KR en hann yfirgaf liðið fyrir leiktíðina og gekk í raðir Tindastóls. Brynjar rifti samningi sínum við Tindastól í síðasta mánuði. Hann hef­ur átta sinn­um orðið Íslands­meist­ari með KR, þar sem hann hef­ur leikið all­an sinn fer­il hér á landi, að und­an­skyldu tíma­bil­inu 2018-2019 þar sem hann lék með Tinda­stóli. Þá lék hann með Jämt­land Basket tíma­bilið 2011-2012 í sænsku úr­vals­deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka