Tryggvi yfirgefur Valencia

Tryggvi Snær Hlinason leitar sér nú að nýju liði.
Tryggvi Snær Hlinason leitar sér nú að nýju liði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spænska körfuknattleiksfélagið Valencia hefur rift samningi sínum við landsliðmanninn Tryggva Snæ Hlinason en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Tryggvi gekk til liðs við Valencia frá Þór Akureyri sumarið 2017  og skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.

Hann kom við sögu í 28 leikjum fyrir Valencia á sínu fyrsta tímabili á Spáni í bæði efstu deild Spánar og í Euroleague. Tryggvi eyddi síðasta tímabili á láni hjá Monbus Obradoiro þar sem hann kom við sögu í 33 leikjum, skoraði 3,5 stig að meðaltali og tók 2,5 fráköst.

Tryggvi gaf kost á sér í nýliðavali NBA-deildarinnar síðasta sumaren var ekki valinn en hann er einungis 21 árs gamall og á að baki 33 A-landsleiki fyrir Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert