Elvar samdi við Borås

Elvar Már Friðriksson er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið …
Elvar Már Friðriksson er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Borås. mbl.is/Hari

Körfuknattleikskappinn Elvar Már Friðriksson er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Borås en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Elvar kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Njarðvík þar sem hann skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf 5 stoðsendingar að meðtaltali í úrvalsdeildinni síðasta vetur.

„Margir af liðsfélögum mínum úr íslenska landsliðinu hafa spilað í Svíþjóð og þeir hafa bara góða hluti að segja um deildina og landið. Ég þekki vel til Borås þar sem Jakob Sigurðarson spilaði með liðinu lengi vel og ég hef fylgst með liðinu á undanförnum árum. Eftir að hafa rætt við þjálfarann Henrik Svensson var valið auðvelt,“ sagði Elvar í samtali við heimasíðu Borås.

Jakob Sigurðarson lék með Borås í fjögur ár á árunum 2015 til ársins 2019 en hann snéri heim til Íslands fyrr í sumar og samdi við KR. Borås endaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá fór liðið alla leið í úrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði 4:1 fyrir Södertälje.

mbl.is