Svekkjandi tap fyrir Austurríki

Íslenska U16 ára landsliðið í körfubolta.
Íslenska U16 ára landsliðið í körfubolta. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U16 ára landslið kvenna í körfubolta tapaði á svekkjandi hátt fyrir Austurríki í B-deild Evrópumótsins í Búlgaríu í dag, 56:68.

Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, en þar voru þær austurrísku sterkari. 

Lára Ásgeirsdóttir var langstigahæst hjá íslenska liðinu með 22 stig. Vilborg Jónsdóttir skoraði átta, Marín Ágústsdóttir gerði sjö og Karen Helgadóttir sex. 

Íslenska liðið mætir Albaníu á morgun. Með sigri leikur liðið um 21. sæti. Tapi íslenska liðið verður lokaleikurinn um 23. sæti, en 24 lið taka þátt. 

mbl.is