Var aldrei að fara að velja annað lið

Kári Jónsson við undirskriftina í gær.
Kári Jónsson við undirskriftina í gær. mbl.is/Jóhann Ingi

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson leikur með uppeldisfélagi sínu Haukum í körfuboltanum á komandi tímabili. Kári, sem er 22 ára, var búinn að skrifa undir samning við finnska félagið Helsinki Seagulls. Kári komst hins vegar að samkomulagi við forráðamenn félagsins um að rifta samningnum, þar sem hann væri ekki enn búinn að jafna sig að fullu eftir aðgerð sem hann fór í síðasta nóvember.

Kári hefur æft með Haukum síðustu vikurnar og var Israel Martin, Spánverjinn sem var ráðinn þjálfari Hauka í sumar, hæstánægður með liðsstyrkinn. „Hann er búinn að æfa með okkur síðustu sex vikurnar, en þetta er stór dagur fyrir Hauka. Kári var aldrei að fara að velja annað lið á Íslandi því hann á heima í Haukum,“ sagði Martin í samtali við Morgunblaðið.

„Við höfum fylgst vel með gangi mála hjá Kára og vorum í sambandi við hann í sumar. Hann vildi spila í eins sterkri deild og hægt var og hann fékk tilboð frá Finnlandi. Ég skil hans ákvörðun að vilja koma hingað og ég skil ákvörðun Finnanna. Þeir þurfa leikmann sem er 100% tilbúinn strax. Þessi niðurstaða er góð fyrir báða aðila. Þetta mun gagnast Kára og hann mun ná fyrri styrk hér,“ bætti Martin við.

Sjáðu greinina í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert