Tryggvi sterkur í Meistaradeildinni

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason Ljósmynd/Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, var sterkur er lið hans Zaragosa mætti Neptunas frá Litháen í Meistaradeildinni í kvöld. Þrátt fyrir það þurfti spænska liðið að játa sig sigra, 91:73. 

Tryggvi skoraði átta stig og tók fimm fráköst á aðeins 15 mínútum. Liðin mætast aftur í sömu keppni, einnig á heimavelli litháska liðsins á föstudaginn kemur. 

Zaragoza hefur komið á óvart á tímabilinu og er liðið í öðru sæti spænsku deildarinnar með sex sigra í sjö leikjum. Þá er liðið í fjórða sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni með sex stig. Efstu fjögur liðin af átta í riðlinum fara áfram í næstu umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka