Stórleikur Elvars í Svíþjóð

Elvar Már Friðriksson spilaði vel í kvöld.
Elvar Már Friðriksson spilaði vel í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, átti stórleik fyrir Borås í 108:80-stórsigri á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn er sá besti hjá Elvari í Svíþjóð síðan hann kom til Borås frá Njarðvík fyrir leiktíðina. 

Elvar skoraði 27 stig, gaf átta stoðsendingar og tók eitt frákast. Skotnýting Elvars var til fyrirmyndar en hann skoraði úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum og sjö af átta tveggja stiga. 

Borås er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, eins og Köping Stars, Luleå og Wetterbygden Stars. 

mbl.is