Heimatap hjá Arsenal - Hádramatík hjá Íslendingaliðinu

Daichi Kamada skorar sigurmark Frankfurt.
Daichi Kamada skorar sigurmark Frankfurt. AFP

Pressan á Unai Emery, knattspyrnustjóra Arsenal, jókst í kvöld er liðið tapaði á heimavelli fyrir Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni, 2:1. Arsenal hefur leikið sjö leiki í röð án sigurs og kom síðasti deildarsigur 6. október. 

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir í uppbótartíma í fyrri hálfleik en Daichi Kamada skoraði tvisvar í seinni hálfleik og tryggði þýska liðinu góðan útisigur. Þrátt fyrir tapið er Arsenal í toppsæti riðilsins með tíu stig og er Frankfurt í öðru með níu. 

Malmö vann ótrúlegan sigur á Dynamo Kíev.
Malmö vann ótrúlegan sigur á Dynamo Kíev. AFP

Sænska liðið Malmö vann hádramatískan 4:3-sigur á Dynamo Kíev. Arnór Ingvi Traustason lagði upp annað mark Malmö er liðið jafnaði í 2:2. Malmö komst svo í 3:2 og á 65. mínútu fékk Serhiy Sydrochuk hjá Dynamo sitt annað gula spjald og þar með rautt. 

Tíu leikmenn Dynamo jöfnuðu samt sem áður í 3:3 á 77. mínútu en Markus Rosenberg skoraði sigurmark Malmö á sjöttu mínútu uppbótartímans. Með sigrinum fór Malmö upp fyrir Dynamo og upp í annað sæti riðilsins með átta stig. FC Kaupmannahöfn er í toppsætinu með níu stig eftir 1:0-útisigur á Lugano. Nicolaj Thomsen skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Úrslitin úr riðlinum ráðast í lokaumferð riðlakeppninnar næstkomandi fimmtudag. 

Sporting er komið í 32-liða úrslit.
Sporting er komið í 32-liða úrslit. AFP

Portúgalska liðið Sporting er komið í 32-liða úrslit eftir 4:0-heimasigur á PSV Eindhoven. Bruno Fernandes skoraði tvö mörk fyrir Sporting og Luiz Phellype og Jérémy Mathieu sitt markið hvor. 

Úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan 20: 
Arsenal - Frankfurt 1:2
Celtic - Rennes 3:1
Dudelange - APOEL 0:2
Lugano - FC Kaupmannahöfn 0:1
Lazio - Cluj 1:0
Malmö - Dynamo Kíev 4:3
Rosenborg - LASK 1:2
Sevilla - Qarabag 2:0
Sporting - PSV Eindhoven 4:0
Vitória - Standard Liége 1:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert