Þrjú af fjórum efstu liðunum í eldlínunni

KR og Stjarnan mættust í Meistarakeppni KKÍ.
KR og Stjarnan mættust í Meistarakeppni KKÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir leikir eru á dagskrá í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Annars vegar mætast Keflavík og Fjölnir í Keflavík og hins vegar Stjarnan og KR og Garðabænum. 

Tindastóll náði tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Þór Þorlákshöfn í gær en Keflavík og Stjarnan geta jafnað liðið á stigum með sigrum í kvöld. 

Flestir búast við þægilegum sigri hjá Keflavík gegn Fjölni. Fjölnir er aðeins með tvö stig og hefur tapað sex síðustu leikjum sínum. Keflavík vann fyrstu sex leiki sína en hefur tapað síðustu tveimur. 

Í Garðabænum er sannkallaður stórslagur á milli tveggja af sterkustu liðum deildarinnar. Stjarnan tapaði fyrir ÍR í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðasta ári á meðan KR vann sinn sjötta Íslandsmeistaratitil í röð. 

KR er með tíu stig og jafnar Stjörnuna á stigum með sigri. Stjörnunni hefur hins vegar gengið vel með KR á heimavelli síðustu ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert