Jólin og áramót fóru illa í suma af mínum leikmönnum

Borche Ilevski þjálfari ÍR sagði að allan þann kraft sem að Njarðvíkingar sýndu í kvöld hefði vantað í sitt lið í 64:88-tapi í Dominos-deild karla í körfubolta.

Afsökun um að nýr leikmaður væri að koma í liðið væri hægt að notast við en að það sé aldrei hægt að afsaka það að mæta ekki með baráttu til leiks. 

Borche sagði að hátíðirnar hefðu farið illa í suma af leikmönnum sínum og kannski óvíst hvað hann talar þar um en geta má í að sumir hafi ekki komið í nægilega góðu formi til baka út úr þessum hátíðarhöldum.

Frammistaða kvöldsins í það minnsta er sönnun Borche fyrir því. Borche sagði að Njarðvíkingar hefðu í raun ekkert gert neitt sérstakt þetta kvöldið en að kraftur þeirra á vellinum hefði einfaldlega verið töluvert meiri en hjá ÍR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert