Liðsauki til Grindvíkinga

Sigtryggur Arnar Björnsson og samherjar í Grindavík hafa fengið liðsauka …
Sigtryggur Arnar Björnsson og samherjar í Grindavík hafa fengið liðsauka frá Serbíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindvíkingar hafa bætt serbneskum körfuboltamanni í sínar raðir en þeir hafa samið við bakvörðinn Miljan Rakic um að leika með þeim það sem eftir er tímabilsins. Karfan.is greinir frá þessu.

Rakic er 33 ára gamall, er með bæði serbneskt og ungverskt vegabréf, og hefur víða komið við á ferlinum. Hann lék síðast með Proleter Naftagas í Serbíu en hefur m.a. leikið í Ungverjalandi, Portúgal, Slóvakíu, Grikklandi og Bosníu. Hann var liðsfélagi Victors Moses, leikmanns Fjölnis, hjá Vitória í Portúgal fyrir þremur árum.

mbl.is