Bikarmeistarar síðustu tveggja ára mætast

Stjörnumaðurinn Nikolas Tomsick sækir að körfu Tindastóls í leik liðanna …
Stjörnumaðurinn Nikolas Tomsick sækir að körfu Tindastóls í leik liðanna í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleiknum í Geysisbikar karla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld, bikarmeistararnir núverandi í Stjörnunni og bikarmeistararnir frá 2018 í Tindastóli.

Þessi viðureign er afar áhugaverð, þar sem bæði liðin hafa verið í hópi þeirra þriggja sterkustu á Íslandsmótinu til þessa í vetur. Þar á mikið vatn eftir að renna til sjávar en sem stendur eru þau í 1. og 3. sæti Dominos-deildarinnar. Stjarnan er á toppnum, en liðið náði mikilli sigurgöngu og vann þrettán leiki í röð. Henni lauk þó gegn Val á dögunum. Svipað átti sér stað fyrir ári þegar Stjarnan varð bikarmeistari, en þá vann liðið fjórtán leiki í röð.

Fyrri leikurinn er viðureign Fjölnis og Grindavíkur klukkan 17.30 en viðureign Tindastóls og Stjörnunnar er klukkan 20.15. Fjölnir og Grindavík hafa verið á öðru róli en Tindastóll og Stjarnan í deildinni. Fjölnir er þegar fallið úr efstu deild með aðeins einn sigur en Grindavík er í 8. sæti og hefur verið sveiflukennt í vetur.

Bæði liðin hafa hins vegar slegið firnasterk lið út úr bikarnum. Fjölnir vann Keflavík 106.100 í Grafarvoginum og Grindavík burstaði KR 110:81. Grindvíkingar eiga flotta bikarsögu og eru ávallt til alls líklegir á þeim vettvangi. Tækist Fjölni að komast í úrslit yrði það hins vegar merkilegt skref fyrir körfuknattleiksdeild félagsins.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert