Snýr aftur í Kópavoginn

Sóllilja Bjarnadóttir lék með KR á síðustu leiktíð.
Sóllilja Bjarnadóttir lék með KR á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikskonan Sóllilja Bjarnadóttir hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt Breiðablik en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér. Sóllilja kemur til félagsins frá KR þar sem hún lék á síðustu leiktíð en hún skoraði 5,4 stig að meðaltali, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu með Vesturbæingum. 

Þá hefur Isabella Ósk Sigurðardóttir framlengt samning sinn við félagið en hún lék ekkert með liðinu á síðustu leiktíð vegna hnémeiðsla sem hún varð fyrir árið 2018. Hún hefur verið lykilmaður í liði Blika, undanfarin ár, en tímabilið 2017-18 skoraði hún 9,1 stig að meðaltali fyrir Blika, tók tíu fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik.

mbl.is