Njarðvík heldur áfram að styrkja sig

Ryan Montgomery
Ryan Montgomery Ljósmynd/UMFN

Úrvals­deild­arlið Njarðvík­ur heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur en liðið hefur gengið frá samningum við tvo nýja leikmenn. Í gær var sagt frá því að Norðmaðurinn Johannes Dolven væri kominn til liðsins og í dag staðfesti körfuknattleiksdeildin að Bandaríkjamaðurinn Ryan Montgomery hefur bæst við.

Montgomery er 22 ára, 198 sentímetrar og fær um að spila báðar framherjastöðurnar. Hann útskrifaðist úr háskóla í Tennessee í vor og spilaði þar í annarri deild NCAA. Hann skoraði að meðaltali 18,1 stig í leik og tók 5,9 fráköst.

mbl.is