Mætti til leiks í Liverpool-treyju

LeBron James gat ekki komið í veg fyrir tap Lakers …
LeBron James gat ekki komið í veg fyrir tap Lakers gegn Oklahoma City Thunders. AFP

Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James er stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool í enska fótboltanum. James á hlut í félaginu og hefur lengi fylgst með. 

James lék með Los Angeles Lakers gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í gær og vakti athygli þar sem hann klæddist Liverpool-treyju á leið sinni í keppnishöllina. 

Liverpool gaf á dögunum út nýja treyju með íþróttavörurisanum Nike og tók James sig vel út í nýju treyjunni eins og sjá má hér fyrir neðan. 

mbl.is