Ætlar að berjast fyrir kvennakörfuna í KR

Margrét Kara Sturludóttir
Margrét Kara Sturludóttir mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleikskonan Margrét Kara Sturludóttir hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en hún hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kara, sem varð 31 árs gömul 2. september, lék með KR síðasta vetur en liðið fór alla leið í úrslit bikarkeppninnar, Geysis-bikarsins, þar sem það tapaði fyrir Skallagrími í Laugardalshöll.

Þá var KR-liðið í öðru sæti deildarinnar þegar ákveðið var að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar 18. mars síðastliðinn.

Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í Vesturbænum í sumar en Benedikt Guðmundsson lét af störfum sem þjálfari KR eftir síðasta keppnistímabil og Franscisco García tók við en hann var áður yfirþjálfari hjá Skallagrími.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka