Brösug byrjun en líst vel á aðstæður hjá Girona

Kári Jónsson í leiknum gegn Kósóvó í síðasta mánði.
Kári Jónsson í leiknum gegn Kósóvó í síðasta mánði. Ljósmynd/FIBA

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, gekk á dögunum í raðir spænska félagsins Girona frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Dvölin hjá Kára byrjar ekki skemmtilega en kórónuveirunni tókst að skjóta sér niður í leikmannahópi liðsins.

„Á mánudaginn fékk ég jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Síðasta laugardag kom í ljós að einn úr liðinu var smitaður og við leikmennirnir fórum þá allir í próf á sunnudaginn. Við vorum þrír sem reyndumst einnig smitaðir. Við erum því í einangrun og aðrir í liðinu í sóttkví. Þetta er því brösug byrjun en fyrir utan hana líst mér vel á að vera kominn aftur út,“ sagði Kári og hljóðið í honum var ágætt þrátt fyrir þessi tíðindi.

„Ég var með einkenni í gær og fyrradag [mánudag og þriðjudag] en er betri í dag [í gær]. Bara slappleiki og ekkert alvarleiki. Ég vona að það sé bara búið og mér fannst þetta nokkuð svipað því að fá flensu eins og þetta var í mínu tilfelli,“ útskýrði Kári og næstu leikjum liðsins hefur verið frestað.

„Ég fer í annað próf í næstu viku. Væntanlega fljótlega eftir helgi. Ef við fáum allir neikvæða niðurstöðu út úr því þá getur liðið farið að æfa saman aftur. Við áttum að spila þrjá leiki á liðlega viku og þeim var öllum frestað. Næsti leikur hjá okkur verður því ekki fyrr en 3. janúar. En það er væntanlega ágætt fyrir okkur því við fáum þá smá tíma til að koma okkur í gírinn.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert