Denver hafði betur eftir tvöfalda framlengingu

Kyrie Irving fór mikinn í leik Brooklyn gegn Miami í …
Kyrie Irving fór mikinn í leik Brooklyn gegn Miami í gærkvöldi. AFP

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og í nótt. Í leik Denver og Phoenix þurfti tvöfalda framlengingu til að knýja fram úrslit. Þá vann Brooklyn góðan sigur gegn Miami og lánlausir Detroit-menn töpuðu enn einum leiknum.

Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 98:98 í leik Denver og Phoenix. Enn var jafnt að lokinni fyrstu framlengingu en í annarri framlenginu reyndist Denver sterkari aðilinn og vann að lokum 120:112 sigur.

Eftir tvö töp í röð vann Brooklyn 128:124 sigur gegn Miami og munaði þar mestu um frábæra frammistöðu Kyrie Irving í fjórða leikhluta, en hann skoraði alls 28 stig í leiknum eftir hæga byrjun. Stigahæstur í leiknum var samherji hans, Kevin Durant, með 31 stig.

Detroit tapaði enn einum leiknum á tímabilinu, í þetta sinn afar naumlega, 110:114, gegn Philadelphia. Detroit er með versta árangurinn í NBA-deildinni á tímabilinu, aðeins þrjá sigra í 16 leikjum.

Öll úrslit NBA-deildarinnar í gærkvöldi og í nótt:

Phoenix – Denver 112:120 (2x frl.)

Brooklyn – Miami 128:124

Detroit – Philadelphia 110:114

Minnesota – New Orleans 120:110

Chicago – LA Lakers 90:101

Dallas – Houston 108:133

Utah – Golden State 127:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert