Loksins vann Tindastóll

Shawn Glover skoraði 22 stig fyrir Tindastól.
Shawn Glover skoraði 22 stig fyrir Tindastól. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tindastóll er komið á beinu brautina í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir 103:86-sigur gegn Hetti í MVA-höllinni á Egilsstöðum í fimmtu umferð deildarinnar í kvöld.

Antanas Udras skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir Tindasól og Shawn Glover skoraði 22 stig.

Höttur leiddi með níu stigum eftir fyrsta leikhluta en Stólarnir skoraði 32 stig gegn 11 stigum Hattar í öðrum leikhluta og það reyndist dýrt.

Hetti tókst að minnka muninn í átta stig fyrir fjórða leikhluta, 69:77, en lengra komust þeir ekki og Tindastóll fagnaði sigri.

Michael Mallory var stigahæstur Hattarmanna með 23 stig en liðið er á botni deildarinnar án sigurs.

Tindastóll, sem var án sigurs í síðustu tveimur leikum sínum fyrir leik kvöldsins, er í níunda sæti deildarinnar með 4 stig.

Gangur leiksins:: 6:2, 10:7, 19:16, 29:20, 29:31, 35:35, 37:41, 40:52, 51:54, 57:61, 59:67, 69:77, 76:80, 78:85, 78:97, 86:103.

Höttur: Michael A. Mallory ll 23/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/10 fráköst, David Guardia Ramos 11/5 fráköst, Dino Stipcic 11/5 fráköst, Matej Karlovic 7, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Sævar Elí Jóhannsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 15 í sókn.

Tindastóll: Antanas Udras 23/10 fráköst, Shawn Derrick Glover 22/7 fráköst, Nikolas Tomsick 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 13/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Viðar Ágústsson 7/5 fráköst, Axel Kárason 4/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Friðrik Árnason, Sigurður Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert