Brooklyn tapaði í fjarveru Durants og Hardens

Zach LaVine var stigahæstur Chicago-manna í kvöld.
Zach LaVine var stigahæstur Chicago-manna í kvöld. AFP

Brooklyn Nets náði sér ekki á strik í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld þegar liðið heimsótti Chicago Bulls. Brooklyn var án Kevin Durants og James Hardens í leiknum og vann Chicago að lokum 115:107 sigur.

Sem áður segir var fjarvera Durants og Hardens of mikið fyrir Brooklyn að ráða við og var framlags þeirra í sóknarleiknum sérstaklega saknað. Stigahæstur Brooklyn-manna var Kyrie Irving með 24 stig og náði hann tvöfaldri tvennu þar sem hann gaf einnig 15 stoðsendingar.

Zach LaVine var stigahæstur í leiknum með 25 stig fyrir Chicago og þar á eftir kom svartfellski miðherjinn Nikola Vucevic Chicago-manna með 22 stig. Vucevic var með tvöfalda tvennur þar sem hann tók einnig 13 fráköst.

Durant og Harden eru báðir að glíma við meiðsli aftan í læri. Durant hefur verið frá síðan um miðjan febrúar en Harden fór meiddur af velli í síðasta leik gegn sínum gömlu félögum í Houston Rockets.

Búist er við því að Durant verði eitthvað lengur frá en að Harden hafi ekki meiðst jafn alvarlega og gæti því snúið aftur á næstu dögum.

mbl.is