Curry leiddi Golden State til sigurs - Ótrúlegur leikur Westbrooks

Steph Curry hefur verið frábær á tímabilinu.
Steph Curry hefur verið frábær á tímabilinu. AFP

Steph Curry heldur áfram að spila vel fyrir Golden State Warriors og lagði grunn að góðum 123:108 sigri gegn New Orleans Pelicans NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt með frábærum leik. Þá náði Russell Westbrook sögulegri þrefaldri tvennu fyrir Washington Wizards.

Curry gerði 41 stig og gaf auk þess átta stoðsendingar. Samherjar hans létu einnig vel að sér kveða, þar sem Andrew Wiggins skilaði 26 stigum og Draymond Green náði þrefaldri tvennu með 10 stigum, 13 fráköstum og 15 stoðsendingum.

Í liði New Orleans var ungstirnið Zion Williamson drjúgur einu sinni sem oftar og skoraði 32 stig auk þess að taka átta fráköst.

Westbrook átti ótrúlegan leik fyrir Washington Wizards í 154:141 sigri gegn Indiana þegar hann náði sögulegri þrefaldri tvennu. Gerði hann 14 stig, minna en hann er vanur, en tók 21 frákast og gaf 24 stoðsendingar.

Er það aðeins í þriðja sinn í sögu NBA-deildarinnar sem leikmaður sem nær þrefaldri tvennu nær 20 fráköstum eða meira og 20 stoðsendingum eða meira.

Alls fóru átta leikir fram í NBA í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

New Orleans - Golden State 108:123

Washington - Indiana 154:141

Atlanta - Portland 123:114

Chicago - Philadelphia

Memphis - New York 104:118

Utah - San Antonio 110:99

LA Lakers - Denver 93:89

Detroit - Orlando 112:119

mbl.is