Basile og Arnar hefja úrslitakeppnina í banni

Dedrick Deon Basile í leik með Þórsurum gegn Haukum í …
Dedrick Deon Basile í leik með Þórsurum gegn Haukum í lokaumferðinni á dögunum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þórsarar á Akureyri verða án lykilmanns og Stjörnumenn án þjálfarans þegar úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik hefst um helgina.

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar í eins leiks bann vegna háttsemi hans í leik liðsins gegn KR 6. maí. Hann verður því ekki á bekk Garðabæjarliðsins þegar það tekur á móti Grindavík í fyrsta leik í átta liða úrslitunum á laugardagskvöldið.

Nefndin hefur einnig úrskurðað Dedrick Deon Basile, leikmann Þórs á Akureyri, í eins leiks bann vegna háttsemi hans í leik gegn Þór í Þorlákshöfn 7. maí. Hann missir einmitt af fyrsta leik sömu liða í átta liða úrslitunum sem fer fram í Þorlákshöfn á sunnudagskvöldið.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Stjörnunnar.
Arnar Guðjónsson er þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert