Keflvíkingurinn heldur aftur til Bandaríkjanna

Thelma Dís Ágústsdóttir.
Thelma Dís Ágústsdóttir. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Körfuknattleikskonan Thelma Dís Ágústs­dótt­ir er á leiðinni aftur til Bandaríkjanna en hún spilaði með Keflavík í undanúrslitunum á Íslandsmótinu í sumar.

Thelma Dís var við nám í Ball State-háskólanum í Indiana en útskrifaðist á dögunum. Hún sneri svo heim til að leika með Keflavík í úrslitakeppninni en er nú á leið aftur til sama skóla í meistaranám.

Bakvörður­inn, sem er 21 árs göm­ul, var lyk­il­kona í liði Kefla­vík­ur þegar liðið varð Íslands- og bikar­meist­ari árið 2017. Hún var út­nefnd besti leikmaður tíma­bils­ins en hún skoraði 9 stig, tók sjö frá­köst og gaf þrjár stoðsend­ing­ar að meðtali í deild­ar­keppn­inni það tíma­bilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert