Fjölnir leikur til úrslita

Stigahæstu leikmenn vallarins, þær Ciani Cryor og Aliyah Collier eigast …
Stigahæstu leikmenn vallarins, þær Ciani Cryor og Aliyah Collier eigast við í Grafarvoginum í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Ciani Cryor átti stórleik fyrir Fjölni þegar liðið tók á móti Njarðvík í undanúrslitum VÍS-bikar kvenna í körfuknattleik í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.

Leiknum lauk með fimm stiga sigri Fjölnis en Cryor skoraði 21 stig og tók tólf fráköst í leiknum.

Það var lítið skorað í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 13:9. Njarðvíkingar sóttu í sig veðrið og tókst að jafna metin í 27:27 og þannig var staðan í hálfleik.

Fjölniskonur mættu ákveðnar til leiks í þriðja leikhluta og leiddu með þremur stigum fyrir fjórða leikhluta, 46:43. Grafarvogsliðið var svo sterkari aðilinn í lokaleikhlutanum og fagnaði 65:60-sigri.

Sanja Orozovic skoraði 16 stig og tók níu fráköst fyrir Fjölni og þær Emma Sóldís Hjördísardóttir og Dagný Lísa Davíðsdóttir skoruðu 9 stig hvor.

Hjá Njarðvík var Aliyah Collier stigahæst með 30 stig og tólf fráköst. Þá skoraði Diane Diene 11 stig og tók tólf fráköst.

Fjölnir mætir annaðhvort Val eða Haukum í úrslitum í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn kemur, hinn 18. september.

Gangur leiksins:: 0:6, 4:8, 9:11, 9:13, 11:15, 13:18, 21:20, 27:27, 33:30, 41:33, 41:38, 46:41, 51:50, 54:52, 58:55, 65:60.

Fjölnir: Ciani Cryor 21/12 fráköst/8 stoðsendingar, Sanja Orozovic 16/9 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 9/10 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 9, Iva Bosnjak 5/6 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 5.

Fráköst: 34 í vörn, 8 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 30/12 fráköst/7 stolnir, Diane Diene 11/12 fráköst, Lavina Joao Gomes De Silva 7/10 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Vilborg Jonsdottir 3, Helena Rafnsdóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2.

Fráköst: 32 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jakob Árni Ísleifsson, Helgi Jónsson.

mbl.is