Stjarnan mætir Njarðvík í úrslitum

Taiwo Hassan Badmus sækir að Stjörnumönnum í Garðabænum í kvöld.
Taiwo Hassan Badmus sækir að Stjörnumönnum í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Stjarnan mætir Njarðvík í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, eftir fimm stiga sigur gegn Tindastól á Mathús Garðabæjarhöllinni í Garðabæ í kvöld.

Tindastóll leiddi með níu stigum í hálfleik, 48:39, en Garðbæingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fögnuðu sigri í leikslok.

Shawn Hopkins skoraði 20 stig og tók níu fráköst fyrir Garðbæinga og David Gabrovsek skoraði 16 stig og tók tíu fráköst.

Javon Bess var stigahæstur í liði Tindastóls með 20 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 15 stig.

Stjarnan og Njarðvík mætast í úrslitaleik í Smáranum á laugardaginn en Stjarnan hefur unnið bikarmeistararatitilinn undanarin tvö tímabil.

Stjarnan 86:81 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is